Samsæri stjórnvalda?

Ég heyrði skemmtilega kenningu fyrir nokkrum dögum... þar sem að Vestmannaeyingar mega búast við nýjum farkosti í samgöngum innan nokkurra ára - hinni títt umræddu Bakkaferju sem hefur verið vægast sagt umdeild. Þó svo höfundur hafi enn ekki gert sér upp skoðun á slíkum samgöngum þá eru margir sem vilja meina að fleiri ferðir muni falla niður sökum ófærðar í Bakkafjöru en nokurn tímann með Herjólfi.
Því fól þessi samsæriskenning sem ég heyrði um daginn í því að það væru samantekin ráð af stjórnvöldum og stjórnendum Eimskipta að fella markvisst niður ferðir þegar tækifæri gefast með Herjólfi til að venja okkur við komandi samgöngumáta.
Eflaust getur veður verið að versna alveg rosalega eins og á víst að gera með gróðurhúsaáhrifum en ekki man ég nokkurn tímann eftir að ferðir herjólfs hafi fallið niður eins oft og hefur gerst síðustu hvað skal segja 12 mánuði.
Auðvitað á að fella niður ferðir þegar veður er slæmt og Þrengslin ófær en að fella niður seinni ferð síðasta föstudag þegar færðin var orðin betri um þrengslin og af því að það var orðin tveggja tíma seinkun er fáranlegt... hve margir hafa ekki lent í álíka seinkun hjá Herjólfi? Fyrir utan það þá finnst mér líka óskynsamlegt að fella niður báðar ferðir strax um morgun dags þegar veður gæti skánað yfir daginn. Ég verð bara að segja að mér finnst þessir starfshættir dálítið furðulegir.

Með bestu kveðjum
Strandaglópur í Reykjavík :D


mbl.is Ferðir Herjólfs falla niður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Alveg með eindæmum hvað þetta er orðið furðulegt allt saman !

Bestu kveðjur

Kristín strandaglóður í Eyjum (sem er kannski ekkert of slæmt ;) )

Kristín (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:25

2 Smámynd: Sigþóra Guðmundsdóttir

Sammála, undarlegt að aflýsa svona fyrirfram. Held að eitthvað yrði sagt ef flugfélagið myndi aflýsa allan daginn bara af því að ófært var í morgunfluginu!!!

Annars, hjartanlega velkomin í hverfið!!! Hvenær svo sem þið munuð flytja inn!

Sigþóra Guðmundsdóttir, 28.1.2008 kl. 01:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur talar

Höfundur

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Ég er 24 ára sjúkraþjálfari og bý í Vestmannaeyjum
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband