ÓLÍÐANDI

Já ég veit að ég ákvað að búa á Eyju, en ég ákvað að ég myndi búa á Eyju þar sem ég kæmist örugglega til Reykjavíkur með eins dags fyrirvara þó ég myndi þurfa að gista í Herjólfi í 3 klst. sem mér finnst bara fínt... en að leggja bara herjólfi fyrstu vikuna í desember þegar jólaundirbúningur er í hámarki og traffíkin mikil upp á land og bjóða enga varamöguleika er hreint út sagt... FÁRÁNLEGT

 Ég vona innilega að eyjar.net hafi rangar heimildir fyrir þessari frétt því svona atriði er ólíðandi. Á þessum tíma ársins eru flugsamgöngur mjög óöruggar og fjöldi fólks þarf að sækja læknisþjónustu og ýmislegt annað á fasta landið sem það kemst ekki í hér og hefur verið að bíða jafnvel í fleiri vikur eftir tímum sem það þarf svo jafnvel að fresta enn frekar.  

Á fréttavef Eyjafrétta er sérstaklega teknar fram vonir um að flugveður verði gott í næstkomandi viku, ef að það verður flugveður þá vænti ég þess að það verði niðurgreitt enn frekar þar sem þessi leið er eini möguleiki okkar til ferðalaga.

Held að liðið væri hresst þó ég fari nú ekki lengra en á Selfoss ef það væri sagt í dag... nei nei þú ferð ekkert, það þarf að loka Suðurlandsveginum, þurfum að malbika... hinkrið bara fram í næstu viku JÁ SÆLL! 

 Ég er samt rosa hress 0

Kv. Hildur Sólveig, sjúkraþjálfari, aðstoðarþjálfari í handknattleik og frístundaleiðbeinandi.


mbl.is Herjólfur í slipp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

já svona er þetta Hildur mín, hann getur bilað eins og hvað annað, við verðum bara að sýna þessu skilning, þetta hefur komið upp snöggt þar sem að ekki hefur áhöfnin verið látin vita ennþá. lásum þetta á netinu eins og aðrir, talaði við þau sem voru í vinnu í dag og enginn vissi neitt, eitthvað komið uppá og þetta er lausnin, það verður voða rómó í eyjum þessa dagana engin utanaðkomandi að koma hingað í nokkra daga..... geggjað nice... lítum á björtu hliðarnar, þetta hefði geta verið verr og hann þurft að fara út, þar sem ekki er hægt að taka hann upp á íslandi nema þarna og þá ekki hægt að tak út uggana, hann er rétt að passa þarna inn og nokkrir sentimetrar um að hann gæti það ekki.....

ekkert jólastress hjá okkur eyjamönnum í nokkra daga, það er fínt...heheh

palli (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 00:40

2 Smámynd: Helgi Þór Gunnarsson

Hildur mér sýnist það vera traffík allt árið með honum, svo er þetta ekki bjóðandi fólki að loka þjóðveginum, ég sæi upplitið á liðinu í höfuðborginni ef þjóðvegum út úr borginni yrði lokað í tvo daga eða svo!

Helgi Þór Gunnarsson, 30.11.2007 kl. 01:02

3 identicon

Já, Palli auðvitað verður maður að líta á björtu hliðarnar og reyna að láta þetta ekki á sig fá, erfitt að redda bráðabirgðaskipi með svo litlum fyrirvara, hins vegar veltir maður því fyrir sér hvernig verður með vöruflutninga og annað slíkt... hvort flugferðum verði fjölgað?

Hildur Sólveig (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 08:53

4 identicon

Þetta er bara djö... pirrandi. Á pantað með Herjólfi fyrri ferð á föstudag og a að mæta í Laugar í nudd og dekur kl 13. Spurning hvort þeir hjá Eimskip borgi fyrir mig með flugi á föstudagsmorgun??? En þetta megum við hafa

solla (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 10:55

5 identicon

já vörur, nú reynir á verslunarstjóra og eigendur verslana í bænum að panta vel inn, þeir hafa tima til sunnudagsmorguns þá ættu vörurnar að vera að koma seinnipartinn á mánudag, það var allavegana svoleiðs þegar ég var að vinna í goðahrauninu forðum daga. þetta er algerlega undir þeim komið, en svo eru skip að koma hingað stóru fraktararnir, það væri nú alveg hægt að koma þessu í gáma þanngað eins og í herjólf, þetta er alveg undir þessum toppum komið hvernig þeir vilja þjónusta sitt fólk. en styttist í jólin:)

Palli (IP-tala skráð) 30.11.2007 kl. 22:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Hildur talar

Höfundur

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Ég er 24 ára sjúkraþjálfari og bý í Vestmannaeyjum
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 14
  • Frá upphafi: 399

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband