Til hamingju Margrét Lára :D

Það urðu læti á Sólhlíð 7 þegar Steini Gunn tilkynnti Íþróttamann ársins. Heimilishundurinn vissi ekki hvað gekk á þegar ég gargaði :D Elsku Margrét Lára, innilega til hamingju með þennan frábæra titil sem þú ert virkilega vel að komin. Frábær knattspyrnukona, enn betri fyrirmynd allra íþróttaiðkenda hvort sem er ungra eða aldinna og svarar fyrir þig eins og þaulreyndur pólitíkus. GOTT HJÁ ÞÉR! ÞÚ ÁTT ÞETTA INNILEGA SKILIÐ.
mbl.is Margrét Lára íþróttamaður ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég tek ofan fyrir hetjum Íslands

Á meðan ég kúri undir sæng og hugsa hvort ég muni nokkurn tímann ná að festa svefn með  veðurofsann berjandi á svefnherbergisglugganum mínum, þá er harðduglegt og ósérhlífið björgunarsveitarfólk dúðað upp í kraftgallana sína að fara út og berjast við náttúruöflin. Vildi að ég gæti gefið þeim sjóðandi heitt súkkulaði en ætla bara í staðinn að kaupa hellinginn allan af skoteldum af þeim fyrir áramótin og hvet alla sem vettlingi geta valdið að gera hið sama og styðja þetta frábæra starf.
mbl.is Landsbjörg í viðbragðsstöðu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Læt ekki mitt eftir liggja

Jæja.. ég er alla veganna búin að láta mitt álit heyrast. Sendi þingmanni mínum skemmtilegt bréf varðandi samgöngumál og hvet alla sem hafa eitthvað áhugavert innlegg í umræðuna að gera slíkt hið sama... til hvers eru annars þingmenn?

 Með kærri Eyjakveðju

 Hildur Sólveig Sigurðardóttir 


Nýjasta áhugamálið

Samgöngumál eru greinilega orðin nýjasta áhugamál mitt, miðað við tímann sem ég eyði í að hugsa um þau. Hvert sem maður fer í dag heyrir maður lastað yfir slippferð Herjólfs og hvað þetta kemur hinum og þessum illa og hvað þetta kemur auðvitað upp á slæmum tíma. Hef það reyndar eftir nokkuð áreiðanlegum heimildum að þetta ákveðna atriði, lélegar pakkningar,  hafi Eimskipum verið boðið upp á að lagfæra síðast þegar skipið fór í viðgerð en þá hafi þeir ákveðið að spara Ríkiskassanum nokkrar krónur.

Auðvitað höfum við Vestmannaeyingar að stóru leyti kallað þetta yfir okkur sjálf. Með óeiningu um samgöngumál (Nýr Herjólfur/göng/Bakkafjara) höfum við auðveldað stjórnvöldum að setja þetta málefni á hakann. Auðvitað er nýtt skip málið, Herjólfur því miður þolir ekki þetta álag sem fjórar ferðir á dag er. Skipið hefur verið ræst amk 20 þúsund sinnum frá því að það kom. Endurnýjun Herjólfs er nauðsynleg þar til að Bakkafjara verður að raunveruleika. Hvort að það (Bakkafjara) er góð hugmynd eða ekki, ætla ég ekki að ræða um hér þar sem ég hef ekki nægilega þekkingu á.

Með góðum kveðjum, Hildur Sólveig

 


Um bloggið

Hildur talar

Höfundur

Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Hildur Sólveig Sigurðardóttir
Ég er 24 ára sjúkraþjálfari og bý í Vestmannaeyjum
Des. 2007
S M Þ M F F L
            1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31          

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.9.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband