12.12.2007 | 22:11
Ég tek ofan fyrir hetjum Íslands
Á meðan ég kúri undir sæng og hugsa hvort ég muni nokkurn tímann ná að festa svefn með veðurofsann berjandi á svefnherbergisglugganum mínum, þá er harðduglegt og ósérhlífið björgunarsveitarfólk dúðað upp í kraftgallana sína að fara út og berjast við náttúruöflin. Vildi að ég gæti gefið þeim sjóðandi heitt súkkulaði en ætla bara í staðinn að kaupa hellinginn allan af skoteldum af þeim fyrir áramótin og hvet alla sem vettlingi geta valdið að gera hið sama og styðja þetta frábæra starf.
Landsbjörg í viðbragðsstöðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Hildur talar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Heyr heyr sammála síðasta ræðumanni
Guðmundur Eyjólfur Jóelsson, 12.12.2007 kl. 22:33
Þetta fólk er bilað og þá á mjög jákvæðan hátt. Að vera alltaf tilbúið að rjúka af stað þegar kallið kemur og það oft á tíðum í þannig veðri að venjulegt fólk vill bara draga teppi yfir hausinn á sér. Þetta gera þau í sjálboðavinnu og má með sanni segja að þetta fólk séu sannar hetjur.
FLÓTTAMAÐURINN, 17.12.2007 kl. 19:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.