29.11.2007 | 23:04
ÓLÍÐANDI
Ég vona innilega að eyjar.net hafi rangar heimildir fyrir þessari frétt því svona atriði er ólíðandi. Á þessum tíma ársins eru flugsamgöngur mjög óöruggar og fjöldi fólks þarf að sækja læknisþjónustu og ýmislegt annað á fasta landið sem það kemst ekki í hér og hefur verið að bíða jafnvel í fleiri vikur eftir tímum sem það þarf svo jafnvel að fresta enn frekar.
Á fréttavef Eyjafrétta er sérstaklega teknar fram vonir um að flugveður verði gott í næstkomandi viku, ef að það verður flugveður þá vænti ég þess að það verði niðurgreitt enn frekar þar sem þessi leið er eini möguleiki okkar til ferðalaga.
Held að liðið væri hresst þó ég fari nú ekki lengra en á Selfoss ef það væri sagt í dag... nei nei þú ferð ekkert, það þarf að loka Suðurlandsveginum, þurfum að malbika... hinkrið bara fram í næstu viku JÁ SÆLL!
Ég er samt rosa hress
Kv. Hildur Sólveig, sjúkraþjálfari, aðstoðarþjálfari í handknattleik og frístundaleiðbeinandi.
![]() |
Herjólfur í slipp |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
Um bloggið
Hildur talar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.9.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar